Ísland sigraði Suður-Afríku í 3. deild heimsmeistaramóts U18 ára landsliða í íshokkí í Peking í dag. Lokatölurnar eru kunnar úr íslenskri íþróttasögu því Ísland vann leikinn 14:2. Í gær burstaði íslenska liðið það tyrkneska, 16:1, í fyrsta leik sínum á mótinu og strákarnir hafa því farið vel af stað.