Rússneski skíðagöngumaðurinn Sergeij Sirijajev á yfir höfði sér keppnisbann en hann féll á lyfjaprófi sem tekið var af honum þann 21. febrúar s.l. Niðurstöður úr b-sýni voru birtar í gær en Shiryaev reyndist hafa notað hormónið EPO (erythropoietin) sem er á bannlista. EPO eykur þéttni rauðra blóðkorna og þar með súrefnisflutningsgetu blóðs og úthald. Það getur valdið hækkun blóðþrýstings og aukið líkur á hjartaáfalli og blóðtappa.