Alls voru 14 íslandsmet sett í sundi á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra um helgina. Pálmi Guðlaugsson, íþróttafélaginu Firði, átti fjögur met, í 50 metra flugsundi, 100 metra skriðsundi, 100 metra baksundi og 400 metra skriðsundi, í flokkinum S6. Hrafnkell Björnsson, ÍFR, setti tvö met í flokkinum S5, í 50 metra baksundi og 50 metra skriðsundi.
Metin eru sem hér segir:
Pálmi Guðlaugsson, Fjörður S6 100 skrið 1:26,91
Pálmi Guðlaugsson, Fjörður S6 50 flug 0:50,64
Pálmi Guðlaugsson, Fjörður S6 100 bak 1:55,79
Embla Ágústsdóttir, ÍFR S3 50 flug 2:01,19
Björn Daníel Daníelsson, ÍFR SB9 50 bringa 0:59,44
Bjarni Einarsson, ÍFR SB4 50 bringa 1:50,14
Vignir Gunnar Hauksson, ÍFR SB5 50 bringa 1:44,22
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR S5 100 bak 2:00,56
Guðmundur Hermannson, ÍFR S9 200 skrið 3:12,21
Anna K. Jensdóttir, ÍFR, SB5 100 bringa 2:39,70
Pálmi Guðlaugsson, Fjörður, S6 400 skrið 6:44,69
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR S5 50 bak 0:56,20
Hrafnkell Björnsson, ÍFR S5 50 bak 1:16,85
Hrafnkell Björnsson, ÍFR S5 50 skrið 0:59,78.