Fyrrum fótboltahetjan Diego Maradona hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Buenos Aires. Hann hefur áður átt við heilsuvandræði að stríða vegna hjartans. Hann hefur barist við offitu og kókaínneyslu. Ekki var gefin upp ástæða þess að hann var lagður inn að þessu sinni en Guemes sjúkrahúsið sagði að það tengdist ekki neinum fíkniefnum eða hættulegum lyfjum.
Á fréttavef BBC kemur fram að Maradona hafi þjáðst af ójafnvægi og væri í rannsóknum. Honum verður haldið á sjúkrahúsinu á meðan rannsóknirnar fara fram en hann mun að sögn lækna ekki vera í lífshættu.