Þrír vilja í stjórn HSÍ

Þrír tilkynntu um áhuga sinn á að sitja í stjórn Handknattleikssambands Íslands áður en frestur til að bjóða sig fram til stjórnar rann út á miðnætti á þriðjudaginn. Sjö sitja í stjórn HSÍ og gefa allir kost á sér á nýjan leik nema Friðrik Friðriksson. Þeir þrír sem tilkynntu um áhuga sinn á að komast í stjórn eru ÍR-ingurinn Hólmgeir Einarsson, Haukamaðurinn Gissur Guðmundsson og Hlynur Sigmarsson frá Vestmannaeyjum.

Það er því ljóst að kosið verður á ársþingi HSÍ sem verður haldið í Reykjavík miðvikudaginn 18. apríl, daginn fyrir sumardaginn fyrsta.

Enginn bauð sig fram á móti Guðmundi Ingvarssyni, formanni sambandsins, þannig að hann verður sjálfkjörinn á þinginu. Aðrir sem eru í stjórn og gefa kost á sér til áframhaldandi setu þar eru Sigurjón Pétursson, varaformaður, Ásgerður Halldórsdóttir, gjaldkeri, Kjartan Steinbach, ritari og meðstjórnendurnir Ásgeir Jónsson og Þorbergur Aðalsteinsson.

Einhverjar tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum bárust og eru þau mál í vinnslu hjá sambandinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert