Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps setti met þegar hann vann sjöundu gullverðlaun sín á heimsmeistaramótinu í sundi í Melbourne í Ástralíu. Phelps vann 400 metra fjórsund í morgun á nýju heimsmeti, 4 mínútum, 6, 22 sekúndum og var 3,5 sekúndum á eftir landa sínum Ryan Lochte, sem varð annar.
„Þetta var síðasta greinin og ég vildi enda vel," sagði Phelps.
Engum öðrum hefur tekist að vinna sjö gullverðlaun á heimsmeistaramóti og Phelps missti raunar af áttundu verðlaununum fyrir klaufaskap þegar bandaríska sundsveitin var dæmd úr leik í morgun í 4x100 metra fjórsundi vegna mistaka við skiptingu í undanrásum. Þetta er í fyrsta skipti, sem bandarísk sundsveit kemst ekki í úrslit í boðsundsgrein á heimsmeistaramóti.