Ísland tapaði í dag fyrir Ísrael, 1:5, í síðasta leik sínum í 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí sem fram fór í Seoul í Suður-Kóreu. Björn Már Jakobsson skoraði mark Íslands en staðan var 1:2 fyrir þriðja og síðasta leikhlutann. Íslenska liðið endaði í fjórða sæti, vann Mexíkó en tapaði fyrir Suður-Kóreu, Ástralíu og Ísrael, og heldur sæti sínu í 2. deildinni.