Ingvar Þór Jóhannesson (2.299) gerði stutt jafntefli við Snorra Bergsson (2.296) í níundu og síðustu umferð Kaupþingsmóts Hellis og TR, sem nú er í gangi. Þetta er annar áfangi Ingvars en þeim fyrri náði hann á Ístaksmóti Hróksins sem fram fór árið 2004.
Mikill friður ríkti í stórmeistaraflokki en þar lauk öllum skákum umferðarinnar með jafntefli. Lettneski stórmeistarinn Normunds Miezis var öruggur sigurvegari með 7,5 vinning. Bragi Þorfinnsson og Stefán Kristjánsson urðu efstir íslensku skákmannanna með 4,5 vinning.
Þremur skákum er lokið í meistaraflokki og þar sigraði enski alþjóðlegi meistarinn Robert Bellin með 7,5 vinning, Ingvar er annar, eins og áður sagði, með 6,5 vinning, en ekki er ljóst um önnur sæti en tvær skákir enn í gangi. Hjörvar Steinn Grétarsson hefur lokið þátttöku og hlaut 4,5 vinning eða 50% vinningshlutfall, sem verður að teljast afar gott hjá þessum unga og efnilega skákmanni.
Enn er báðar skákirnar í kvennaflokki í gangi.
Lokahóf og verðlaunaafhending fer fram kl. 17 í skákhöllinni, Faxafeni 12.