Jón Viktor kominn í 2. sætið

Jón Viktor Gunnarsson er í öðru sæti með 5,5 vinninga eftir sigur á Héðni Steingrímssyni í 7. umferð minningarskákmóts um Þráin Guðmundsson, sem fram fór í skákhöllinni í Faxafeni í kvöld. Efstur, sem fyrr með 6 vinninga, er lettneski stórmeistarinn Normunds Miezis.

Jón Viktor þarf 1 vinning í lokaumferðunum tveimur til að krækja sér í sinn fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Héðinn hefur einnig möguleika á áfanga en til þess þarf hann sigur í lokaumferðunum báðum.

Nokkuð var um óvænt úrslit í umferðinni. Má þar nefna að Guðni Stefán Pétursson lagði alþjóðlega meistarann Sævar Bjarnason að velli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert