Skautafélag Reykjavíkur Íslandsmeistari annað árið í röð

Úr leik SA og SR.
Úr leik SA og SR. mbl.is/ Þórir Ó Tryggvason

Skautafélag Reykjavíkur varði Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí í karlaflokki í kvöld eftir æsispennandi oddaleik gegn Skautafélagi Akureyrar. Staðan var jöfn, 2:2, eftir venjulegan leiktíma þar sem Gauti Þormóðsson og Mirek Krivanek skoruðu fyrir SR en Jón Gíslason og Tómas Fiala skoruðu fyrir SA. Í framlengingu var fækkað um einn leikmann í hvoru liði en það dugði ekki til þess að mark yrði skorað og í vítakeppninni hafði SR betur.

Vítakeppnin fór á þessa leið:

SR

Gauti Þormóðsson nr. 10 skorar
Egill Þormóðsson nr. 6 skorar
Mirek Krivanek nr. 15 varið
Peter Krivanek nr. 11 skorar
Daniel Stolar nr. 12 skorar

SA

Jón Gíslason nr. 14 skorar
Rúnar Rúnarsson nr. 28 skorar
Tomas Fiala nr. 25 varið
Björn Már Jakobsson nr. 24 varið

Bein textalýsing frá leiknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert