Ákveðið hefur verið að hafa opna æfingatíma í knattspyrnu fyrir fatlaða á sparkvellinum í Laugardal og verða æfingar næstu þrjá laugardaga. Aðeins tvö félög eru með reglulegar knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða en með opnu æfingatímunum er ætlunin að vekja áhuga fleiri á knattspyrnuíþróttinni og kannski að ýta við fleiri félögum að taka upp æfingar í knattspyrnu fyrir fatlaða. Tímarnir eru opnir áhugasömu knattspyrnuáhugafólki á öllum aldri, og eru stelpur og strákar, konur og karlar velkomnir.
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu hafa verið haldnir í nokkur ár og hefur Íþróttasamband fatlaðra fengið viðurkenningar frá Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA) fyrir vikið. Anna K. Vilhjálmsdóttir, hjá Íþróttasambandi fatlaða, segir að nú sé vilji til að kanna enn betur hvar áhuginn á knattspyrnu liggi hjá fötluðum, „Þeir sem geta gengið og hlaupið geta stundað knattspyrnu en einnig eru til boltar fyrir þá sem hjólastól," segir Anna. Hún segir markmiðið að það séu knattspyrnuæfingar í boði fyrir fötluð börn og fullorðna og vill líka gjarnan að knattspyrnufélög þar sem þekkingin er til staðar haldi úti knattspyrnuæfingum fyrir fatlaða í samstarfi við ÍF. ÍFR er eina félagið ásamt Ösp sem halda úti reglulegum knattspyrnuæfingar en opnu tímarnir verða á sparkvellinum í Laugardal, beint á móti stúku KSÍ og verða sem hér segir:
Laugardagur 19. maí kl. 10.00 – 12.00
Laugardagur 26. maí kl. 10.00 – 12.00
Laugardagur 2. júní kl. 10.00 – 12.00