Ragnar Ingi vann heimsbikarmót í Finnlandi

Ragnar Ingi Sigurðsson skylmingarmaður úr FH.
Ragnar Ingi Sigurðsson skylmingarmaður úr FH. Stefán Stefánsson

Ragnar Ingi Sigurðsson skylmingamaður úr FH bar sigur úr býtum á heimsbikarmóti sem haldið var í Helsinki í Finnlandi um helgina. Keppendur voru frá sex þjóðum og sigrði Ragnar Ingi Finnan Olla Mahlamaki í úrslitum, 15:7 en í undanúrslitunum hafði Ragnar lagt Norðurlandameistarann Mika Roman frá Finnlandi af velli.

Eftir sex mót í World Cup satellitemótaröðinni er Ragnar enn með forystu og aðeins tvö mót eru eftir. Næsta mót fer fram á Íslandi 9. júní næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert