Merki Ólympíuleikanna 2012 sem haldnir verða í Lundúnum var kynnt í dag. Merkið, sem byggir á ártalinu 2012, er að sögn Sebastian Coe, formanns framkvæmdanefndar Ólympíuleikanna í London 2012, lýsandi fyrir þá sýn sem nefndin hefur um að Ólympíuhugsjónin nái til ungmenna víða um heim.
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna 2012 vonast til þess að merkið muni styðja við fjáröflun vegna leikanna en stefnt er að því að safna tveimur milljörðum punda, 247,5 milljörðum króna, vegna þeirra. Kostnaðaráætlun vegna leikanna hefur tæplega fjórfaldast frá því að fyrsta áætlunin var gerð og er nú talið að kostnaðurinn muni nema 9,3 milljörðum punda.
Myndband með nýju merki Ólympíuleikanna