„Varð að flauta leikinn af"

Michael Gravgaard reynir að stöðva Danann sem hljóp inn á …
Michael Gravgaard reynir að stöðva Danann sem hljóp inn á völlinn eftir að Herbert Fandel dæmdi víti á Dani. Reuters

Herbert Fandel, þýski dómarinn sem flautaði leik Dana og Svía í undankeppni EM af á 89. mínútu í fyrrakvöld, sagði eftir leikinn að hann hefði ekki átt neins annars úrkosti. Danskur áhorfandi hljóp inná völlinn og réðst á Fandel eftir að hann hafði dæmt vítaspyrnu á Dani þegar Christian Poulsen sló sænska leikmanninn Marcus Rosenberg í magann í miðjum vítateig Dana.

„Sem betur fór komu danskir leikmenn mér til hjálpar þegar hann réðst á mig en ég var hissa og sleginn yfir þessu. Það varð mér strax ljóst að ég yrði að flauta leikinn af. Við verðum að sýna fordæmi og gefa skýrt til kynna að ofbeldi, hvort sem það er af hálfu leikmanna eða áhorfenda, verður ekki liðið," sagði Fandel, sem jafnframt hrósaði mjög viðbrögðum Dana.

„Leikmenn og þjálfarar Dana komu heiðarlega fram. Morten Olsen þjálfari kom til mín og baðst afsökunar á því sem gerðist," sagði Fandel, sem var hinsvegar ekki ánægður með framkomu Christians Poulsens.

„Ég skil ekki að leikmaður geti hagað sér svona, í frábærum fótboltaleik og sannkallaðri fótboltaveislu. Við verðum að gera ofbeldishneigðum leikmönnum eins og Poulsen ljóst að svona hegðun verður ekki liðin á knattspyrnuvelli," sagði dómarinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert