Íslensk innrás í Stokkhólm

Eftir Skúla Unnar Sveinsson í Stokkhólmi skuli@mbl.is

Sendiráðið stendur fyrir uppákomu í miðborg Stokkhólms í dag í samstarfi við valinkunn fyrirtæki. Þar mun Magnús Ver Magnússon ásamt fleiri íslenskum kraftajötnum etja kappi við sænska jafninga sína í aflraunakeppni þar sem keppt verður í bóndagöngu, drumbalyftu, kúlusteinalyftu, dekkjaveltu og réttstöðulyftu. Þá munu eldri meðlimir úr karlakórnum Fóstbræðrum hefja upp raust sína og í kvöld verða síðan heljarinnar tónleikar þar sem Stuðmenn, Björgvin Halldórsson, KK og Ragnheiður Gröndal munu skemmta ásamt Fóstbræðrum þeim sem hér eru. Fyrr um daginn verður ráðstefna þar sem menn munu velta fyrir sér samhenginu milli knattspyrnu og peninga. Þar hafa framsögu Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården, Bjarni Ármannsson, fyrrum forstjóri Glitnis, og Jóhanna Waagfjörð, framkvæmdastjóri Haga. Þar ætla menn meðal annars að svara spurningunni hvort litlar þjóðir eigi möguleika í harðri alþjóðlegri samkeppni á vettvangi viðskipta og knattspyrnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert