Þær konur sem hyggjast starfa við að afhenda verðlaunapeninga á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári verða að lúta ákveðnum reglum, og þar á meðal er það sett sem skilyrði að þær séu ekki með húðflúr, áberandi eyrnalokka eða stóran afturenda. Frá þessu er greint í Beijing News sem hefur þetta eftir umsjónarmönnum verðlaunaafhendingarinnar. Þar segir einnig að 208 konur verði valdar í prufur sem fara munu fram seinna á þessu ári. Lokavalið verður svo stuttu fyrir leikana sem eru í ágúst 2008.
„Við viljum ekki konur sem líta óíþróttamannslega út því það hefur neikvæð áhrif á íþróttafólkið,“ sagði Li Ning sem hefur yfirumsjón með vali á konunum. „Beinabygging og hæð kvennanna þarf að vera svipuð og við viljum ekki sjá neina breiða rassa,“ bætti hann við.