Vill nýja þjóðarhöll

Uppselt var á landsleik Íslendinga og Serba í Laugardalshöllinni á sunnnudagskvöldið 5 dögum áður en leikurinn fór fram – 2.700 aðgöngumiðar seldust eins og heitar lummur. Sama var uppi á teningnum fyrir ári þegar íslenska landsliðið mætti Svíum í umspilsleik fyrir heimsmeistaramótið. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir HSÍ hefðu getað selt a.m.k. 5.000 aðgöngumiða á hvorn leik. Hann vill að hugað verði að byggingu nýrrar þjóðarhallar sem geti hýst stórleiki í handknattleik.

"Ég vil sjá stórt keppnishús rísa og tel rétt að menn leiði hugann að því að byggja nýja þjóðarhöll sem geti að sjálfsögðu hýst fleiri íþróttagreinar en handknattleik."

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert