Sprækir á Pollamóti

Sprækir strákar á Shellmótinu í Vestmannaeyjum.
Sprækir strákar á Shellmótinu í Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurgeir

Shellmótið í Vestmannaeyjum, eða Pollamótið eins og það hefur löngum verið kallað, hófst í gærmorgun en strákarnir hafa greinilega blikkað veðurguðina fyrir ferðina enda var veðrið nær óaðfinnanlegt. Á milli 850 og 900 ungmenni í 6. aldursflokki keppa á mótinu og auk þeirra fylla aðstandendur og þjálfarar öll gistihús og tjaldstæði í Heimaey en talið er að heildarfjöldi gesta sé 2.000 til 2.500 manns og er það 50% aukning á íbúafjölda eyjarinnar.

Einar Friðþjófsson, skipuleggjandi mótsins, segir Eyjamenn hafa verið nokkuð óheppna með veður á Shellmótinu undanfarin ár og því hafi verið kominn tími á breytingu. Haldin verður kvöldvaka í kvöld fyrir yngri kynslóðina en Fararstjóraball fyrir þá eldri og er búist við um 800 manns á ballið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert