Landsmót Ungmennafélags Íslands var sett á Kópavogsvelli í kvöld að viðstöddum forseta Íslands, menntamálaráðherra, bæjarstjóra Kópavogs og formanni UMFÍ. Gengu keppendur á mótinu meðal annars fylktu liði inn á völlinn, listamenn komu fram og sýnd voru fimleikar og glíma.
Landsmótinu lýkur á sunnudag en mikið er lagt í það nú þar sem UMFÍ heldur jafnframt upp á 100 ára afmæli sitt.
Fjöldi fólks lagði leið sína í Kópavoginn til að berja augum hin ýmsu tónlistar- og íþróttaatriði. Auðsjáanlegt var að allir skemmtu sér vel þó svo að nokkrir regndropar féllu.