Suður-afríski hlauparinn Oscar Pistorius, sem nýlega var í heimsókn hér á landi, mun á morgun keppa í Gullmóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Róm á Ítalíu. Pistorius, sem vantar báða fætur fyrir neðan hné, mun keppa við marga af bestu 400 metra hlaupurum heims en hann notar koltrefjafætur, sem Össur hf. framleiðir.
Í viðtali við Reutersfréttastofuna segist Oscar vera talsvert taugaóstyrkur fyrir keppnina. Hann vonast til að gera keppt reglulega við ófatlaða hlaupara og vísindamenn eru nú að rannsaka hvort koltrefjafæturnir gefi Oscari óréttmætt forskot.
Gert er ráð fyrir að alþjóða frjálsíþróttanefndin komist að niðurstöðu í lok ágúst.