Hinn kólumbíski Mauricio Soler vann níunda áfanga Frakklandshjólreiðanna, Tour de France, í dag. Daninn Michael Rasmussen heldur þó enn forystu í keppninni og er tveimur og hálfri mínútu á undan Spánverjunum Iban Mayo og Alejandro Valverde.
Keppendur fengu frí í gær, en þessi fyrsti áfangasigur Soler í Frakklandshjólreiðunum, kom síðasta daginn sem kapparnir hjóla um hlíðar frönsku Alpanna.