Sveinn Elías í forystu eftir fyrstu grein

Sveinn Elías Elíasson, t.h. fer mjög vel af stað í …
Sveinn Elías Elíasson, t.h. fer mjög vel af stað í tugþrautarkeppni Evrópumóts 19 ára og yngri í frjálsíþróttum í Hollandi. Eggert Jóhannesson

Sveinn Elías Elíasson, Fjölni, er í fyrsta sæti eftir fyrstu keppnisgrein í tugþraut á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri sem hófst í Hengelo í Hollandi í morgun. Sveinn Elías kom fyrstur í mark í 100 m hlaupi á 10,73 sekúndum og bætti drengjamet sitt um 16/100 úr sekúndu en það setti hann í fyrra. Þá var Sveinn Elías aðeins 1/100 úr sekúndur frá 18 ára gömlu meti Jóns Arnars Magnússonar í unglingaflokki (19-20 ára). Þá er tími Sveins Elíasar í sá besti sem Íslendingur hefur náð í 100 m hlaupi í fimm ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert