Hjólreiðakappinn Alexandre Vinokourov frá Kasakstan féll á lyfjaprófi sem tekið var í Frakklandshjólreiðunum á laugardaginn. Vinokourov varð fyrstur á þeirri leið sem farinn var á laugardag og var fyrir keppnina álitinn með þeim sigurstranglegri. Vinokourov varð hins vegar fyrir áfalli á fimmtu leið keppninnar þegar hann lenti í árekstri.
Vinokourov varð uppvís að því að nota aðgerðir til þess að auka súrefnisupptöku sem eru ólöglegar en vel þekktar í íþróttagreinum sem krefjast mikils þols. Lið hans Astana, tilkynnti þetta í dag og hefur dregið aðra keppendur sína út úr Frakklandshjólreiðunum.