Spánverjinn Contador sigraði í Tour de France

Contador, í gulu skyrtunni, í París í dag.
Contador, í gulu skyrtunni, í París í dag. Reuters

Spánverjinn Alberto Contador hafði sigur í Tour de France, þekktustu hjólreiðakeppni heims, sem lauk í París í dag eftir að hafa staðið í þrjár vikur. Contador keppti í bandaríska Discovery-liðinu. Hann er 24 ára og yngsti sigurvegari í keppninni í tíu ár.

Contador var einungis 23 sekúndum á undan næsta manni, Ástralanum Cadel Evans, og er þetta næst minnsta forskot sem sigurvegari hefur nokkurn tíma haft í 104 ára sögu keppninnar.

Lengi framan af var allt útlit fyrir að Contador yrði í öðru sæti, á eftir Dananum Michael Rasmussen, en í síðustu viku var Rasmussen rekinn úr liðinu sem hann keppti fyrir þegar í ljós kom að hann hafði logið til um verustað sinn fyrir keppnina, og var talið að hann hefði gert það til að losna við lyfjaeftirlit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert