Keflavík féll naumlega úr UEFA bikarnum

Baldur Sigurðsson skoraði fyrir Keflavík í dag.
Baldur Sigurðsson skoraði fyrir Keflavík í dag. mbl.is/Sverrir

Keflavík féll í dag naumlega út úr UEFA bikarnum þegar liðið tapaði 2:1 fyrir Midtjylland í Danmörku. Baldur Sigurðsson kom Keflvíkingum yfir en Danirnir jöfnuðu á 67. mínútu og bættu öðru marki við á 73. mínútu. Keflvíkingar unnu fyrri leikinn á heimavelli 3:2. Liðin voru því jöfn samanlagt en Danirnir komast áfram í næstu umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Byrjunarlið Keflvíkinga var þannig skipað:

Bjarki Guðmundsson - Guðjón Árni Antoníusson, Guðmundur Viðar Mete, Nicolai Jörgensen, Branislav Milicevic - Hallgrímur Jónasson, Jónas Guðni Sævarsson, Baldur Sigurðsson, Símun Samuelsen - Þórarinn Kristjánsson, Guðmundur Steinarsson.

Varamenn:

Símon Símonarson, markvörður. Kenneth Gustavsson, Magnús Þorsteinsson, Marco Kotilainen, Þorsteinn Atli, Sigurbjörn Hafþórsson og Einar Orri Einarsson.

Jónas Guðni Sævarsson fyrliði Keflvíkinga er kominn á fulla ferð …
Jónas Guðni Sævarsson fyrliði Keflvíkinga er kominn á fulla ferð aftur eftir meiðsli. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert