Björn Þorfinnsson sigraði á Grænlandsmótinu 2007

Björn Þorfinnsson sigraði á 5. alþjóðamóti Hróksins á Grænlandi, Flugfélagsmótinu 2007, sem lauk í Tasiilaq í gær. Gríðarlega góð þátttaka var á mótinu og keppendur alls 84, sem er met. Róbert Harðarson varð í 2. sæti og Hrannar Jónsson hreppti bronsið.

Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum. Dines Ignatiussen hlaut gullið í flokki heimamanna, Gabe Taunajik hlaut silfrið og Karl Peter Ale brons.

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sem í sumar varð heimsmeistari með sveit Salaskóla, sigraði bæði í kvennaflokki og ungmennaflokki. Í öðru sæti í ungmennaflokki varð Patrekur Maron Magnússon og Birkir Karl Sigurðsson varð þriðji. Embla Dís Ásgeirsdóttir hlaut silfrið í kvennaflokki og grænlenska stúlkan Fina Maratse varð þriðja.

Flugfélagsmótið fór fram í glæsilegri íþróttahöll í Tasiilaq og voru aðstæður einsog best gerist á alþjóðlegum skákmótum. Við verðlaunaafhendingu var mikill fögnuður, enda voru allir keppendur leystir út með glaðningi.

Alls tóku rúmlega 40 Íslendingar þátt í skákhátíðinni, sem náði til Tasiilaq, Kuummiit og Kulusuk.

Sjá ennfremur bloggsíðu leiðangursins: www.godurgranni.blog.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert