Friðrik Ólafsson stórmeistari sigraði í skák sinni í þriðju umferð alþjóðlegs minningarmótsins um Dr. Max Euwe í Arnheim í Hollandi og er með 1,5 vinninga eftir þrjár umferðir og er um miðjan hóp keppenda. Efstur á móti með þrjá vinninga eftir þrjár umferðir er ungur skákmaður frá Zambíu, Simutowe að nafni
Friðrik vann í gær hinn unga og efnilega skákmann Færeyinga Helga Ziska í 42 leikjum. Friðrik var með svart og kom upp Sikileyjarvörn. Friðrik brá fljótlega út af hefðbundnum leiðum og náði yfirhöndinni í skákinni og hélt henni allt til loka.
Önnur umferð á mótinu var tefld á laugardaginn og gerði Friðrik þá jafntefli við hollensku skákkonuna B. Muhren.
Friðrik teflir í dag við ungan indverskan skákmann að nafni Barua sem er í 2.-4. sæti á mótinu með tvo vinninga, en alls verða tefldar níu umferðir á mótinu.