Björgvin sigraði í stórsvigi í Ástralíu

Björgvin Björgvinsson er sigursæll í Ástralíu.
Björgvin Björgvinsson er sigursæll í Ástralíu.

Björgvin Björgvinsson frá Dalvík sigraði í stórsvigi í Álfukeppninni, alþjóðlegu móti sem fram fór í Ástralíu í nótt en karlalandslið Íslands dvelur við æfingar þar og á Nýja-Sjálandi þessa dagana. Þetta var annar sigur Björgvins í röð en hann vann líka stórsvigsmót í sömu keppni í fyrrinótt.

Tveir aðrir úr íslenska liðinu tóku þátt í mótinu í nótt. Gísli Rafn Guðmundsson varð í 19. sæti og Árni Þorvaldsson í 22. sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert