Ný og glæsileg íþróttamannvirki vígð á Hlíðarenda

Dagur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vals
Dagur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vals mbl.is/Golli
Eftir Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Nýju mannvirkin á íþróttasvæði Vals á Hlíðarenda verða vígð í dag og af því tilefni verður mikil dagskrá í gangi hjá Valsmönnum.

Miklar framkvæmdir hafa verið að Hlíðarenda undanfarin misseri og er íþrótta- og félagsaðstaðan nú sú besta hérlendis. Yngra íþróttahúsið var rifið og nýtt og stærra hús byggt í staðinn. Aðalleikvangur félagsins var færður yfir á fyrrverandi malarvöll og áhorfendastúka og búningsklefaálma tengd nýja íþróttahúsinu. Byggð var viðbygging við núverandi tveggja hæða tengibyggingu sem tengir saman nýja íþróttahúsið og eldri byggingar. Auk þess var meðal annars gengið frá æfingasvæðum, bílastæðum og girðingum. Félagsaðstaðan rúmar allt að 2.000 manns. Sæti eru fyrir um 1.300 manns allan hringinn í íþróttahúsinu og koma má fyrir allt að 2.000 manns. Stúka knattspyrnuvallarins tekur um 1.200 manns í sæti og undir henni eru átta búningsklefar.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert