Lærisveinn Vésteins heimsmeistari í kringlukasti

Gerd Kanter, nýr heimsmeistari í kringlukasti.
Gerd Kanter, nýr heimsmeistari í kringlukasti. Reuters

Gerd Kanter frá Eistlandi var að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í kringlukasti. Hann kastaði 68,94 metra en Robert Hartting frá Þýskalandi varð annar með 66,68 og Hollendingurinn Rutger Smith þriðji með 66,42. Heimsmeistarinn frá síðasta móti Alekna komst ekki á pall, varð í fjórða sæti og varð að lúta í lægra haldi fyrir Kanter, sem er lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert