Rússneska stúlkan, Jelena Isinbajeva sigraði örugglega í stangarstökki kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Ósaka í Japan í dag. Hún stökk 4,80 metra og gerði síðan þrjár tilraunir við heimsmet, 5,02 metra en felldi. Önnur varð Katerina Badurova frá Tékklandi með 4,75 eins og Svetlana Feofanova frá Rússlandi og Monika Oyrek frá Póllandi.