Eiður er vongóður

Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og leikmaður Barcelona, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann vonaðist til þess að taka einhvern þátt í leiknum gegn Spánverjum sem fram fer á Laugardalsvellinum næsta laugardagskvöld. Eiður er á góðum batavegi eftir að hafa verið meiddur undanfarnar vikur og kvaðst hafa byrjað að æfa á ný með liði Barcelona um helgina.

Hann sagði jafnframt að hann hefði ekki verið á leið frá spænska félaginu í lok ágúst, enda þótt hann hefði þá ítrekað verið orðaður við ensku liðin West Ham og Portsmouth.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.|

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert