Íslandsmótinu í skák lýkur í dag

Síðasta umferð Skákþings Íslands, Íslandsmótsins í skák, fer fram í Skákhöllinni Faxafeni 12 í dag kl. 14-18. Lokahóf og verðlaunaafhending fer svo fram kl. 20 í Faxafeni í kvöld.

Fyrir lokaumferðina eru Hannes Hlífar Stefánsson og Stefán Kristjánsson efstir og jafnir í landsliðsflokki í keppninni um titilinn „Skákmeistari Íslands“ en Guðlaug Þorsteinsdóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir eru jafnar og efstar á Íslandsmóti kvenna. Lokaumferðin í dag verður því æsispennandi á báðum vígstöðvum. Árangur Hallgerðar Helgu vekur sérstaka athygli þar eð hún er aðeins 14 ára gömul.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert