Powell bætti heimsmetið í 100 metra hlaupi

Asafa Powell við ljósaskiltið sem sýnir mettímann.
Asafa Powell við ljósaskiltið sem sýnir mettímann. AP

Asafa Powell frá Jamaíka bætti í dag eigið heimsmet í 100 metra hlaupi þegar hann hljóp á 9,74 sekúndum á Grand Prix móti í Rieti á Ítalíu. Metið var sett í riðlakeppni í 100 metra hlaupinu og meðvindur var nokkur en þó undir lágmarki Alþjóða frjálsíþróttasambandsins og því er metið gilt.

„Þetta gerist þegar ég hlusta á þjálfarann," sagði Powell, sem virtist draga úr hraðanum skömmu áður en hann kom í mark.

Powell var einnig fljótastur í úrslitahlaupinu og hljóp þá á 9,78 sekúndum. Landi hans, Michael Frater, varð annar á 10,03 sekúndum og Norðmaðurinn Jaysuma Saidy Ndure þriðji á 10,10.

Powell setti fyrst heimsmet í Aþenu í júní 2005, 9,77 sekúndur. Honum gekk ekki sem best á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í Japan og náði aðeins þriðja sæti í 100 metra hlaupi þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert