Valsmenn í vænlegri stöðu

Það eru 20 ár frá því að Valur sigraði síðast á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla en liðið er með vænlega stöðu fyrir lokaumferðina eftir 2:0-sigur gegn FH í gær. Valsmenn geta tryggt sér titilinn í lokaumferðinni með því að leggja HK að velli en Valur er með 35 stig og FH 34.

FH á enn von um að landa titlinum fjórða árið í röð en Fimleikafélagið þarf að stóla á að HK nái í það minnsta jafntefli gegn Val á sama tíma og FH þarf að vinna Víking á útivelli.

Botnbaráttan er einnig hörð en HK, Fram, KR og Víkingur geta öll endað í neðsta sæti en aðeins eitt lið fellur úr deildinni í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert