Anand með 1,5 vinninga forskot

Anand og Morezevítsj að tafli í Mexíkó.
Anand og Morezevítsj að tafli í Mexíkó.

Indverski skákmaðurinn Viswanathan Anand hefur náð 1,5 vinninga forskoti á aðra keppendur á heimsmeistaramótinu í skák þegar 11 umferðum er lokið af 14. Í 11. umferð í nótt vann hann Rússann Alexander Morozevítsj og er með 7,5 vinninga en Ísraelsmaðurinn Boris Gelfand, sem kemur næstur með 6 vinninga, gerði jafntefli við Rússann Peter Svidler.

Ungverjinn Peter Leko og Armeninn Levon Aronian gerðu jafntefli og einnig Rússarnir Alexander Gristsjúk og Vladímír Kramnik.

Í dag er frídagur en 12. umferð verður tefld á fimmtudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert