Mikið um dýrðir þegar heimsleikar Special Olympics voru settir

Arnold Schwarzenegger gekk með bandaríska hópnum í setningarathöfn heimsleikanna.
Arnold Schwarzenegger gekk með bandaríska hópnum í setningarathöfn heimsleikanna. Reuters

Mikið var um dýrðir í Shanghai í Kína nú síðdegis þar sem heimsleikar Special Olympics voru settir. Um er að ræða stærstu íþróttahátíð, sem haldin er í heiminum í ár en þar eru 7300 þátttakendur frá 165 þjóðum, þar á meðal Íslandi. Meðal viðstaddra var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kalíforníu og kínverski körfuboltamaðurinn Yao Ming.

Special Olympics eru íþróttahátíð seinfærra og þroskaheftra íþróttamanna. Special Olympics samtökin voru stofnuð af Eunice Kennedy-Shriver, systur Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta og tengdamóður Schwarzeneggers.

„Ég lék hetju í hasarmyndum en sá hasar er ekkert miðað við það sem fer fram inni á þessum leikvangi í dag," sagði Schwarsenegger.

Yao Ming, sem leikur með bandaríska körfuboltaliðinu Houston Rockets, missti af upphafi keppnistímabilsins vestanhafs vegna þess að hann tók þátt í setningarathöfninni og fékk sekt frá liði sínu fyrir vikið. „Það var þess virði. Ekkert er mikilvægara en að vinna fyrir Special Olympics," sagði hann við fréttastofuna Xinhua.

Leikararnir Colin Farrell og Karen Mok voru meðal þeirra sem …
Leikararnir Colin Farrell og Karen Mok voru meðal þeirra sem tóku þátt í setningarathöfninni. AP
Kínverski körfuboltamaðurinn Yao Ming ásamt þátttakendum í Special Olympics í …
Kínverski körfuboltamaðurinn Yao Ming ásamt þátttakendum í Special Olympics í Shanghai í dag. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert