FRÍ velur fimm til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana

Þórey Edda Elísdóttir hefur tryggt sér keppnisrétt í Peking.
Þórey Edda Elísdóttir hefur tryggt sér keppnisrétt í Peking. Golli

Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands tilkynnti í dag að fimm íþróttamenn hefðu verið valdir í Ólympíuhóp sambandsins til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Peking í Kína á næsta ári. Einn þeirra, Þórey Edda Elísdóttir, hefur þegar náð lágmarki fyrir leikana.

Þórey Edda þurfti að fara yfir 4,30 metra til að komast á leikana en hún stökk hæst 4,40 metra í ár. Í hópnum auk hennar eru Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, Bergur Ingi Pétursson, sleggjukastari, Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari, og Silja Úlfarsdóttir, grindahlaupari. Öll eru þau í FH, nema Ásdís sem er í Ármanni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert