Marion Jones játar ólöglega lyfjanotkun fyrir rétti

Hlaupadrottningin Marion Jones kemur til dómshússins í White Plains í …
Hlaupadrottningin Marion Jones kemur til dómshússins í White Plains í New York ásamt móður sinni í dag. AP

Bandaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones lýsti sig fyrir rétti í Bandaríkjunum í kvöld seka af tveimur ákæruatriðum sem tengjast neyslu ólöglegra lyfja. Hún mun þegar hafa játað í bréfi til fjölskyldu sinna og vina að hafa neytt ólöglegra steralyfja í tvö ár frá árinu 1999.

Í yfirlýsingu, sem lesin var fyrir hönd Jones í réttarsal í White Planes í New York í kvöld viðurkenndi hún að hafa notað steralyfið THG, sem framleitt var í Bay Area Laboratory Cooperative (BALCO) lyfjaverksmiðjunni í Kalíforníu á tímabilinu frá september 2000 til júlí 2001.

Þessar dagsetningar voru ekki þær sömu, og Jones nefndi í bréfi sem hún er sögð hafa sent fjölskyldu sinni og vinum. Þar sagðist hún hafa byrjað að taka lyfið árið 1999 áður en ólympíuleikarnir í Sydney voru haldnir árið 2000.

Vangaveltur eru um að Jones verði svipt þrennum gullverðlaunum og tvennum bronsverðlaunum, sem hún vann á leikunum í Sydney.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert