Thelma Rut varð önnur

Thelma Rut Hermannsdóttir fimleikakona vann til tvennra verðlauna á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Dublin og lauk í gær. Alls fengu íslensku keppendurnir fern verðlaun á mótinu.

Thelma Rut fékk silfur fyrir æfingar á slá og í gólfæfingunum krækti hún sér í brons.

Tveir aðrir íslenskir keppendur unnu til verðlauna á mótinu. Viktor Kristmannsson fékk brons fyrir æfingar á gólfi og í hringjum fékk Rúnar Alexandersson einnig bronsverðlaun.

Tíu íslenkir keppendur tóku þátt í mótinu og á laugardaginn var keppt í fjölþraut þar sem íslenska karlasveitin endaði í fimmta sæti af þeim tíu liðum sem þátt tóku. Íslensku stúlkurnar höfnuðu einnig í fimmta sæti en hjá þeim voru ellefu lið sem kepptu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka