Norðmenn heimsmeistarar í brids

Geir Helgemo, einn af norsku heimsmeisturunum, spilar á Bridshátíð í …
Geir Helgemo, einn af norsku heimsmeisturunum, spilar á Bridshátíð í Reykjavík fyrir nokkrum árum.

Norðmenn urðu í morgun heimsmeistarar í brids þegar þeir lögðu Bandaríkjamenn í úrslitaleik, 334:245,4 en mótið fór fram í Shanghai í Kína. Þetta er í fyrsta skipti sem Norðmenn hampa Bermúdaskálinni, sem Íslendingar unnu árið 1991.

Norðmenn höfðu alltaf yfirhöndina í úrslitaleiknum, sem hófst á fimmtudag og fyrir tvær síðustu loturnar í dag var munurinn tæp 60 stig. Í næstsíðustu lotunni juku Norðmenn muninn lítillega. Bandaríkjamenn byrjuðu betur í síðustu 16 spila lotunni og þegar hún var hálfnuð var munurinn kominn niður í rúm 40 stig. En þá spýttu Norðmenn í lófana og fengu m.a. tvær slemmusveiflur á stuttum tíma.

Norsku heimsmeistararnir heita Tor Helness, Geir Helgemo, Glenn Grøtheim, Ulf Tundal, Boye Brogeland og Erik Sælendsminde. Bandarísku mótherjarnir voru Zia Mahmood, Michael Rosenberg, Howard Weinstein, Steve Garner, Ralph Katz og George Jacobs.

Zia Mahmood varð að bíta í það súra epli að …
Zia Mahmood varð að bíta í það súra epli að tapa úrslitaleik á HM í brids. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert