Allt á hvolfi í Bergen

Kristján Örn Sigurðsson og Ármann Smári Björnsson á góðri stundu …
Kristján Örn Sigurðsson og Ármann Smári Björnsson á góðri stundu í leik með Brann mbl.is

"Það var mjög sérstakt að sitja heima í Bergen og fagna titlinum fyrir framan sjónvarpið. Það er að sjálfsögðu allt á hvolfi hérna í bænum en við höfum ekki tíma til þess að taka þátt í fagnaðarlátunum. Það verður að bíða þar til á sunnudag," sagði Kristján Örn Sigurðsson leikmaður Brann en liðið fagnaði norska meistaratitlinum í knattspyrnu í gær eftir 44 ára bið. Með liðinu leika þrír íslenskir landsliðsmenn en Ólafur Örn Bjarnason og Ármann Smári Björnsson eru einnig í herbúðum liðsins. Stabæk var eina liðið sem gat náð Brann að stigum en eftir 2:1-tap liðsins í gær gegn Viking í Stavanger er Brann með 7 stiga forskot þegar tvær umferðir eru eftir. Leikmenn Brann fá gullverðlaunin afhent um næstu helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert