Eitt Íslandsmet féll á fyrsta degi á Norðurlandsmóti fatlaðra í sundi sem hófst í gær. Karen B. Gísladóttir sigraði í flokki þroskaheftra í 400 metra skriðsundi þegar hún kom í mark á 5,29,27 mínútum sem er nýt Íslandsmet. Jón Gunnarsson sigraði einnig í flokki þroskaheftra í 400 m skriðsundi á tímanum 5:11.50 og þá sigraði Eyþór Þrastarson 400 m skriðsund í flokki blidra á tímanum 5:25.90.
Mótinu verður framhaldið í dag og hefst fyrri hlutinn kl. 11:00 og seinni hlutinn kl. 17:00.