Keppinautur Þóreyjar Eddu skiptir um kyn

Yvonne Buschbaum kveðst vera karlmaður í kvenmannslíkama.
Yvonne Buschbaum kveðst vera karlmaður í kvenmannslíkama. AP

Yvonne Buschbaum frá Þýskalandi hefur á undanförnum árum margoft verið keppinautur Þóreyjar Eddu Elísdóttur á stórmótum í stangarstökki. Þær mætast ekki aftur því Buschbaum hefur ákveðið að hætta keppni og gerast karlmaður.

Buschbaum er 27 ára gömul og hlaut bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum árið 2002. Hún segir á heimasíðu sinni að meiðsli í hásin hafi gert sér þá ákvörðun að hætta keppni léttari. En hún muni fljótlega hefja hormónameðferð þar sem hún stefni að því að fara í kynskiptaaðgerð.

„Ég hef árum saman haft það á tilfinningunni að ég sé í röngum líkama. Þeir sem þekkja mig, átta sig á því. Mér finnst ég vera karlmaður í kvenmannslíkama. Ég bið fólk um að sýna þessari ákvörðun minni skilning og virðingu," segir Buschbaum á heimasíðu sinni.

Heimasíða Yvonne Buschbaum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert