Það gengur ekki vel hjá íslensku keppendunum á Evrópumótinu í krullu. Íslenska liðið tapaði í morgun 7:2 fyrir Hollendingum og var það þriðji leikur liðsins og þriðja tapið.
Leikurinn var jafn framan af, 2:2 eftir fimm umferðir en í næstu tveimur náðu Hollendingar að stela tveimur stigum í hvorri umferð fyrir sig og unnu loks 7:2.
Áður hafði íslenska liðið tapað fyrir Spáni 9:2 í annarri umferðinni, 13:0 fyrir Írum í þriðju umferð og 7:6 fyrir Austurríki fjórðu umferð. Í fyrstu umferð átti liðið að mæta Kasakstan sem mætti ekki til leiks.
Íslenska liðið mætir Grikkjum í kvöld en þjóðirnar eru báðar án sigurs og því botnbaráttuslagur. Belgar unnu Grikki í morgun og var það fyrsti sigur Belganna.