Mayweather rotaði Hatton í 10. lotu

Floyd Mayweather frá Bandaríkjunum hafði betur gegn Englendingnum Ricky Hatton þegar þeir mættust í hnefaleikahringnum og börðust um heimsmeistaratitilinn í veltivigt. Bardaginn fór fram í Las Vegas í Bandríkjunum og fagnaði Mayweather sigri í 10. lotu þegar hann rotaði Hatton.

Mayweather hefur þar með unnið alla 39 bardagana sem hann hefur keppt í en Hatton tapaði sínum fyrsta. Englendingurinn byrjaði betur í einvíginu en smátt og smátt færðist Mayweather í aukana og það var svo í 10. lotu sem dómarinn stöðvaði bardagann eftir Hatton hafði verið sleginn í gólfið.

Floyd Mayweather, til hægri, kemur höggi á Hatton í bardaga …
Floyd Mayweather, til hægri, kemur höggi á Hatton í bardaga þeirra í nótt. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka