Guðrún og Ragnar skylmingamenn ársins

Skylmingafólk ársins, f.v. Ragnar Ingi Sigurðsson og Guðrún Jóhannsdóttir.
Skylmingafólk ársins, f.v. Ragnar Ingi Sigurðsson og Guðrún Jóhannsdóttir. Árni Sæberg

Guðrún Jóhannsdóttir, Skylmingafélagi Reykjavíkur, og Ragnar Ingi Sigurðsson, FH, hafa verið kjörin skylmingafólk ársins af stjórn Skylmingasambands Íslands. 

Guðrúnu gekk vel á alþjóðamótum á árinu og má hæst telja glæsilega frammistöðu á Grand Prix heimsbikarmóti í Hanoi þar sem hún  m.a. vann stúlku sem var á meðal tíu efstu á heimslista og var á meðal 32 efstu og á Evrópumeistaramótinu í Gent þar sem hún hafnaði í 28. sæti sem er besti árangur Íslendings á EM.  Hún  var í þriðja sæti á Opna kanadíska meistaramótinu og vann héraðsmeistaramót Quebec.

Ragnar vann öll mót sem haldin voru hér á landi á árinu.   Hann varð Íslandsmeistari í 10. skiptið á árinu og varði Íslandsmeistaratitli í liðakeppni með liði sínu FH.  Á síðasta keppnistímabili sigraði Ragnar á þremur satellite heimsbikarmótum, í Kaupmannahöfn, Helsinki og í Hafnarfirði, og var auk þess á verðlaunapalli í Örebro og Edinborg. Samanlagður árangur á þessum mótum færði honum sigurinn í   Norður-Evrópumótaröðinni.  Ragnar náði fjórða Norðurlandameistaratitlinum á þessu ári.  Auk þess að keppa hefur Ragnar Ingi staðið frábærlega vel að uppbyggingu skylmingastarfs í Hafnarfirði, en hann er aðalþjálfari Skylmingadeildar FH, segir í tilkynningu Skylmingasambands Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert