Sundmaðurinn Örn Arnarson stórbætti eigið Norðurlandamet í 50 m baksundi þegar hann fékk fimmta besta tímann í undanúrslitum í greininni á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Ungverjalandi en undanúrslitasundinu var að ljúka. Örn synti á 24,07 sekúndum sem er 23/100 úr sekúndu betri tími en Norðurlandametið sem hann setti í undanrásum. Örn keppir til úrslita eftir rúma klukkustund.
Örn synti í fyrri riðli undanúrslitanna og varð í þriðja sæti á eftir rússneskum og spænskum sundmanni. Í síðari riðlinum syntu tveir Þjóðverjar á betri tíma en Örn. Keppendurnir fjórir sem náðu betri tíma en Örn í undanúrslitunum syntu á skemmri tíma en 24 sekúndum.
Örn hefur tvíbætt Íslands- og Norðurlandametið í 50 m baksundi í dag. Íslandsmet hans var 24,47 sekúndur þegar hann höf keppni í morgun. Örn hefur því bætt það um 40/100 úr sekúndu, nærri hálfa sekúndu, í tveimur sundum. Það er gríðarleg framför á ekki lengri vegalengd.
Tíðindi af úrslitasundi Arnar verður birt hér um leið og þau og liggja fyrir. Ljóst er að hann syndir á annarri braut í sundinu.