Drengjamet hjá KR-ingum

Sveit KR-inga sem sló Íslandsmetið.
Sveit KR-inga sem sló Íslandsmetið. Heimasíða KR

Sveit KR bætti í dag drengjametið í 4x50 metra skriðsundi á gamlársmóti Ægis sem haldið var í Laugardalslaug. Sveitin kom í mark á 1.49,91 mínútu og í henni voru Strahinja Djuric, Tryggvi Gylfason, Þór Pétursson og  Hrafn Sigurðarson. Eldra metið  átti sundfélagið Ægir 1.51,76  mín,, sett 1996.
 
Danska landsliðsundkonan Charlotte Johannssen, sem er 19 ára gömul, gekk til liðs við KR um áramótin. Charlotte hefur verið ein fremsta sundkona Danmerkur sl. 4  ár i 200m, 400m, og  800 skriðsundi og hefur m.a tekið þátt i HM og EM  fyrir hönd Danmerkur. Yfirþjálfari KR er Mads Claussen fra Danmörku  sem þjálfað hefur liðið s.l 5 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert