Daðrað við fullkomnun

mbl.is

Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, þykir góður, en er hann besti leikmaður allra tíma?

Þegar Randy Moss, útherji bandaríska ruðningsliðsins New England Patriots, greip sendingu leikstjórnanda síns, Toms Bradys, í endamarkinu á Giants-leikvanginum í New York í lokaumferð deildakeppni NFL á dögunum þurftu sagnaþulir að endurskoða bækur sínar rækilega. Þetta var 23. snertimarkið sem Moss skorar á leiktíðinni. Met. Þetta var 50. stoðsending Bradys í vetur. Met. Þetta var 19. sigurleikur Patriots í deildakeppninni í röð. Met. Og best af öllu: Þetta var 16. sigurleikur liðsins á yfistandandi leiktíð sem þýðir að Patriots er fyrsta liðið sem fer taplaust í gegnum deildakeppnina í sögu NFL – 16:0. Það er að bera í bakkafullan lækinn en höldum okkur við stílinn. Met. Ekki er ofsögum sagt að hér sé daðrað við fullkomnun.

Brady er leiðtogi þessa sigursæla liðs. Ekki dró það úr gleði hans þennan dýrðardag að gamla metið yfir stoðsendingar hafði erkiandstæðingur hans í samtímaruðningi, Peyton Manning, leikstjórnandi Indianapolis Colts, sett árið 2004, 49 stykki. Brady stendur ekki lengur í skugga Mannings, taflið hefur þvert á móti snúist við. Brady hefur skilið keppinaut sinn eftir í reykmekki. Hann hefur ekki bara hæfileika, heldur líka stáltaugar og vilja til að vinna. Eiginleika sem skilja sauðina frá höfrunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert